menningarnótt.
í fyrra var ég í tælandi með Unni og Rakel að mig minnir að læra köfun á Koh Tao.
árið þar á undan var ég í brúðkaupi hjá söru og hirti.
árið þar á undan?
hvernig verður menningarnóttin í kvöld?
eyddi deginum með særúnu frænku, patreki lillanum hennar og Guðrún lilju fabúlus.
alveg yndislegur dagur að bömpast á mann og annan...
en nú er ég ein.
aldrei áður á menningarnótt hef ég endað alein.
allir með plön.
ég er svo vön að gera 15 plön með 15 manneskjum að ég bara pældi ekkert í þessu.
fólkið mitt er sémsagt orðið vant þessu með mig þannig ég er A L E I N.
að blogga.
svona til tilbreytingar.
bú húhú
eitt sem er merkilegt.
þegar ég var í skólanum og hafði ,,ekkert" að gera eða segja sérstaklega frá þá gat ég ekki hætt að blogga.
nú þegar ég er komin út á vinnumarkaðinn og með fólki 24-7 þá skrifa ég bara ekki neitt og eiginlega því ég hef ekkert að segja.
skrýtið.
komst að svolitlu merkilegu um daginn.
ég komst að því að ég var hrifnari af hugmyndinni um kærasta heldur en kannski actually mannlingnum sjálfum.
tók smá tíma að viðurkenna það en svoleiðis er það nú bara.
skrýtið.
þann sama dag og ég viðurkenndi þetta fyrir sjálfri mér þá hitti ég ,,framtíðina" mína eða kannsi öllu heldur fortíðina mína plús tveir.
ímyndaðu þér að mæta þínu lífi ef þú hefðir valið ,,hina leiðina".
maður hefur alltaf valið. svo er spurningin hvort maður valdi ,,rétt".
ég legg ofuráherslu á það að sjá ekki eftir því sem ég vel. mitt val er ,,rétt" því það var mitt val. eina leiðin til að lifa sátt með því er að lifa ekki í eftirsjá og halda ótrauð áfram án þess að hanga í eftirsjá fortíðarinnar um hvað hefði hugsanlega geta orðið ef...
ég nenni ekki ef-um. það er of erfitt.
ég hef undanfarið einbeitt mér að því að breyta hugarfari eins manns um ef-in.
held það hafi tekist. held hann sé hættur að efast um ALLT og ALLA í fortíðinni og efast nú bara um framtíðina. oh well, getur ekki alltaf bjargað heiminum eða manninum en every little thing helps.
en já hin framtíðin.
ég væri að ljúga ef ég þrætti fyrir þau tár sem runnu niður.
það voru þó ekki tár eftirsjár heldur meira svona ,,vá, svona hefði það geta verið ef..."
en hér er ég í dag.
ég valdi hitt.
ég valdi mig ekki okkur.
hmmm.
allavega.
mango chutney, skólaostur og grahams crackers og hipphop tónleikar fyrir utan.
best að fara gera eitthvað.
kisskissogknús
siggadögg
laugardagur, ágúst 18
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
vona að kveldið hafi endað vel hjá þér þrátt fyrir einsemd fyrri part og miklar pælingar;) enn ekki búin að heyra neitt - læt þig vita um leið og það gerist!
Ég er nú bara mjög ánægð að þú varst ekki bókuð allt kvöldið, kom sér mjög vel fyrir mig, og Ólafíu :)
I'm blue daba di dabi da. Doo daba di daba du dabadiadiaaaaaaa...
Skrifa ummæli